Sjálfbærni
Sjáðu hvernig fyrirtækið notar sjálfbærniáætlun okkar til að stuðla að betri framtíð.
Hjá Coca-Cola Europacific Partners starfar metnaðarfullt teymi rúmlega 33 þúsund einstaklinga sem vinna saman að því að framleiða, dreifa og selja vinsælustu vörumerki heims til viðskiptavina í 29 löndum.
Við erum alþjóðlegt og leiðandi fyrirtæki á drykkjavörumarkaði. Viðskiptavinir okkar eru 1,75 milljón talsins og við styðjum dyggilega við vöxt þeirra og okkar með því að fjárfesta stöðugt í spennandi vörunýjungum, framþróun í tækni og nýjum hugmyndum. Þannig stuðlum við að ánægju 600 milljón viðskiptavina/neytenda sem neyta og njóta drykkja okkar daglega.
Árangur okkar byggir á ástríðu, elju og skuldbindingu gagnvart vörunum okkar, viðskiptavinum og hvert öðru. CCEP er vinnustaður þar sem allir eru velkomnir og mikið er lagt upp úr vexti starfsmanna, starfsánægju og öryggi.
Við erum stolt af því að gefa til baka til samfélagsins sem við erum hluti af og höfum sett okkur skýra stefnu sem miðar að því að byggja betri framtíð fyrir samfélagið og umhverfið.
Í Bretlandi erum við með 4000 starfsmenn sem framleiða, selja og dreifa heimsþekktum vörumerkjum á borð við Coca-Cola, Fanta, Schweppes og Glacéau Smartwater fyrir The Coca-Cola Company, að ónefndum öðrum vörum eins og Capri-Sun, Monster og Relentless. Höfuðstöðvar okkar fyrir Bretland og Evrópu eru í Uxbridge, London. Við erum með sterka stöðu innan Englands, Skotlands og Wales og 97% af vörum okkar eru framleiddar á sex stöðum frá Sidcup í Kent til Austur-Kilbride í Skotlandi. Við höfum framleitt gosdrykki á Bretlandseyjum í meira en 100 ár og erum stolt af því að merkja vörur okkar með stimplinum „Made in GB".
Coca-Cola Europacific Partners í Frakklandi er leiðandi framleiðandi og smásali óáfengra kaldra drykkja í Frakklandi, og eru 90% drykkjanna framleidd þar í landi. 2600 manns sjá um að framleiða, selja og dreifa öllum drykkjarvörum sem heyra undir The Coca-Cola Company, þar með talið Coca-Cola, Sprite, Fanta, Finley, Burn, Minute Maid, Powerade og Chaudfontaine. Starfsemi okkar nær einnig yfir önnur vörumerki eins og Nestea, Ocean Spray, Capri-Sun og Monster, með 400.000 dreifingarstöðvar og 5 framleiðslustöðvar um allt land.
Coca-Cola Europacific Partners í Þýskalandi var stofnað árið 1929 en þar eru yfir 80 mismunandi vörur framleiddar og seldar um gervallt Þýskaland. Við erum stolt af því að 90 prósent auðlinda sem við þurfum til að framleiða drykki eins og Coca-Cola, Fanta, Sprite, Mezzo Mix og Vio koma frá innlendum birgjum: Við erum alþjóðlegt fyrirtæki en ræktum sterk tengsl við nærumhverfið okkar. Höfuðstöðvar okkar eru í Berlín en þar sameinast nýsköpun og hefðir í menningu okkar og fólkið okkar myndi ekki vilja vera annars staðar.
Höfuðstöðvar okkar hér eru í Brussel, en þjónustu- og tæknimiðstöð okkar er í Londerzeel. Við erum einnig með þrjár framleiðslu- og dreifingarstöðvar í Antwerp, Chaudfontaine og Gent, og þrjár stöðvar í Lúxemborg, Hasselt og Gosselies sem sjá alfarið um dreifingu. Saman framleiða þær, dreifa og selja drykkjarvörur The Coca-Cola Company, þar með talið Coca-Cola, Fanta og Chaudfontaine.
Höfuðstöðvar okkar hér eru í Brussel, Belgíu, en þjónustu- og tæknimiðstöð okkar er í Londerzeel. Við erum einnig með þrjár framleiðslu- og dreifingarstöðvar í Antwerp, Chaudfontaine og Gent, og þrjár stöðvar í Lúxemborg, Hasselt og Gosselies sem sjá alfarið um dreifingu. Saman framleiða þær, dreifa og selja drykkjarvörur The Coca-Cola Company, þar með talið Coca-Cola, Fanta og Chaudfontaine.
Coca-Cola Europacific Partners í Hollandi samanstendur af 800 starfsmönnum með höfuðstöðvar í Rotterdam. Starfsstöðin okkar í Dongen framleiðir, dreifir og selur drykkjarvörur The Coca-Cola Company og aðra drykki með vöruleyfi, þar á meðal Coca-Coca, Fanta, Sprite, Aquarius, Minute Maid og Chaudfontaine. Á hverjum degi eru sex milljón drykkir bornir fram í Hollandi og eru 85% þessara drykkja framleiddir í verksmiðju okkar í Dongen.
Rekstrareining CCEP á Íberíuskaga nær yfir Spán, Portúgal og Andorra. Þar starfa 4,300 manns í vinnu við að framleiða, dreifa og selja drykkjarvörur The Coca-Cola Company á 7 framleiðslustöðvum. Áherslur okkar á nýsköpun skila því að íberíska rekstrareiningin er í öðru sæti á eftir Japan í heiminum fyrir fjölbreytni drykkja sem framleiddir eru. Hún þjónar meira en 430,000 viðskiptavinum á markaði með 57 milljónir innlendra neytenda og 84 milljónum túrista.
Rekstrareining CCEP á Íberíuskaga nær yfir Spán, Portúgal og Andorra. Þar starfa 4,300 manns í vinnu við að framleiða, dreifa og selja drykkjarvörur The Coca-Cola Company á 7 framleiðslustöðvum. Áherslur okkar á nýsköpun skila því að íberíska rekstrareiningin er í öðru sæti á eftir Japan í heiminum fyrir fjölbreytni drykkja sem framleiddir eru. Hún þjónar meira en 430,000 viðskiptavinum á markaði með 57 milljónir innlendra neytenda og 84 milljónum túrista.
Íberíska rekstrareiningin (Spánn, Portúgal og Andorra) er með 4,300 manns í vinnu við að framleiða, dreifa og selja drykkjarvörur The Coca-Cola Company á 7 framleiðslustöðvum. Áherslur okkar á nýsköpun skila því að íberíska rekstrareiningin er í öðru sæti á eftir Japan í heiminum fyrir fjölbreytni drykkja sem framleiddir eru. Hún þjónar meira en 430,000 viðskiptavinum á markaði með 57 milljónir innlendra neytenda og 84 milljónum túrista.
Coca-Cola Europacific Partners í Noregi er með 650 starfsmenn og hefur höfuðstöðvar í Lørenskog rétt fyrir utan Osló. Þar framleiðum við, dreifum og seljum drykkjarvörur The Coca-Cola Company, þar með talið Coca-Cola, Fanta, Sprite og Urge. Við erum einnig í samstarfi við Telemark Kildevann við að framleiða vatnsvörumerkið okkar Bonaqua, og við Mack Bryggeries til að framleiða vörur fyrir norðurhluta Noregs. Það eru meira en 200 milljón lítrar á ári og eru 83% af því framleidd innanlands. Við dreifum einnig vörum fyrir Monster Beverages.
Hjá Coca-Cola Europacific Partners AB starfa um 850 starfsmenn í Jordbro, suður við Stokkhólm. Drykkir Coca-Cola Company eru framleiddir, dreifðir og seldir hér, þar á meðal Coca-Cola, Fanta, Sprite, Bonaqua og MER. Þetta þýðir að við framleiðum yfir 200 milljónir lítra á hverju ári, þar af eru 83% framleitt á staðnum. Við dreifum einnig vörum fyrir Monster og Capri Sun.
Coca-Cola á Íslandi var stofnað 1. júní 1942 og var fyrirtækið áður þekkt sem Vífilfell. Við erum alhliða drykkjarfyrirtæki og bjóðum upp á mörg af leiðandi vörumerkjum heims í hverjum vöruflokki; gosdrykki, vatnsdrykki, ávaxtasafa, íþróttadrykki, orkudrykki, próteindrykki, bjór, vín, sterkt áfengi, kaffi og fleira. Við höfum tvær starfsstöðvar, annars vegar brugghúsið okkar á Akureyri, þar sem við framleiðum bjór og aðra áfenga drykki, og hins vegar höfuðstöðvarnar í Reykjavík þar sem við framleiðum óáfenga drykki.
Skrifstofa okkar í Búlgaríu samanstendur af fjármálasamþjónustumiðstöð, miðstöð sérfræðiþekkingar um skipulag og framkvæmd, og fulltrúum mannauðs, öflunar og upplýsingatækni. Skrifstofan er staðsett í Sofíu, í atvinnuhúsnæðinu Serdika á Sitnyakovo-breiðgötu, í nálægð við miðbæinn og flugvöllinn í Sofíu.
Veldu land á kortinu hér fyrir neðan.
Við viljum að CCEP sé frábær vinnustaður þar sem fólk getur vaxið, náð árangri og liðið vel á öruggum vinnustað sem fagnar fjölbreytileikanum. Viðurkenningar okkar og loforð endurspegla þann metnað.