Slepptu og farðu beint í aðalefnisinnihald

Engin störf hafa verið vistuð.

No jobs have been saved yet.

Growing together, winning together

Starfsupplýsingar

Starf í brugghúsi

Akureyri, Ísland Supply Chain Birt þann: 18/01/2023 84641
Sækja um

Coca-Cola á Íslandi er alþjóðlegur vinnustaður sem hefur djúpar rætur og 80 ára sögu í íslensku samfélagi. Víking Brugghús á Akureyri er mikilvægur hluti af fyrirtækinu þar sem við bruggum og framleiðum okkar gæðabjór með stolti. Við bjóðum upp spennandi og líflegan vinnustað þar sem unnið er markvisst að jafnréttismálum, vexti og vellíðan starfsmanna. Sjálfbærnistefnan okkar er metnaðarfull og stikar leiðina að betra samfélagi og eru starfsmenn hvattir til að taka þátt í að fylgja henni eftir, sýna frumkvæði og vinna að sífelldum úrbótum. Ef þú vilt hafa áhrif, hvetjum við þig til að slá til!

Við leitum að einstaklingi til starfa í brugghús til þess að sjá um bruggun samkvæmt forskriftun og daglega umsjón brugghúss.

Helstu verkefni:

 • Dagleg umsjón brugghúss
 • Bruggun á öli og dæling til bjórkjallara
 • Eftirlit með gæðum
 • Móttaka hráefna
 • Þrif á búnaði og reglubundið viðhald

Hæfniskröfur:

 • Starfsreynsla úr matvælaframleiðslu eða brugghúsi er æskileg
 • Stundvísi, áreiðanleiki og heiðarleiki
 • Almenn tölvukunnátta
 • Jákvætt viðhorf og geta til að vinna undir álagi
 • Hæfni í mannlegum samskiptum
 • Íslensku- eða enskukunnátta er nauðsynleg

Unnið er á vöktum.

 

Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst.

Ert þú ekki viss um að þú uppfyllir hæfniskröfur en hefur brennandi áhuga? Við viljum fá sem fjölbreyttastar umsóknir frá fólki af öllum kynjum og af ólíkum bakgrunni. Hafðu samband við okkur ef þú ert efins. 

Nánari upplýsingar veitir Eggert Sigmundsson esigmundsson@ccep.com en eingöngu er tekið við umsóknum í gegnum ráðningavef CCEP.

ATH ekki hafa neina sérstafi, tölustafi eða bil í nafni viðhengja, annars er ekki hægt að senda inn umsókn.

Umsóknarfrestur er til og með 29. janúar 2023

Allir einstaklingar sem hafa náð 18 ára aldri og uppfylla hæfniskröfur auglýstra starfa eru hvattir til að sækja um störf, óháð kyni, trúarbrögðum, litarhætti, uppruna, kynhneigð, aldri eða fötlun

Viltu fá upplýsingar um ný störf?

Hér geturðu gerst áskrifandi á starfavaktinni og fengið upplýsingar um ný störf um leið og þau eru auglýst.

Hef/ur áhuga áLeitaðu að flokki og veldu einn af þeim sem er á tillögulistanum. Leitaðu að stað og veldu einn af þeim sem er á tillögulistanum. Smelltu loks á „Bæta við“ til að búa til tilkynningar um störf.

Velja land Velja staðsetningu Flokkur eða staðsetning áskilin.